Skilmálar
Almennt
Elensa- Mitto ehf áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir fyrirvaralaust til dæmis vegna rangra verðupplýsinga, innsláttarvillna eða ef varan er ekki lengur til á lager. Einnig áskilur Elensa - Mitto ehf sér rétt til þess að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Við reynum eftir fremsta megni að setja inn myndir sem sýna rétta liti vörunnar en þar sem litir geta verið ólíkir milli tölvuskjáa getum við ekki tryggt það að þinn tölvuskjár sýni litinn nákvæmlega eins og hann er í raun. Stærðir á mismunandi flíkum geta í einhverjum tilfellum verið ólíkar. Ef ekki hefur verið greitt fyrir pöntun innan 48 tíma frá því að pantað var fellur pöntunin niður og varan/vörurnar verða settar aftur í sölu.
Útsöluvörum, eyrnalokkum og undirfatnaði-samfellum-pallíettukjólum fæst hvorki skilað né skipt.
Afhending vöru
Allar sendingar sem fara í Dropp fara samdægus í póst á virkum dögum.
Pantanir eru í flestum tilfellum afgreiddar innan sólarhrings frá pöntun en það getur þó tekið nokkra daga. Hægt er að sækja vöruna til okkar í Kringluna beint á móti Júník, á opnunartíma verslunarinnar. Einnig er hægt að fá vöruna senda heim með Dropp og gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar. Elensa - Mitto ehf tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð og ber því ekki ábyrgð á tjóni sem varan kann að verða fyrir í flutningi en slíkt tjón er á ábyrgð kaupanda. Valið er hvort kaupandi sækir vöru eða fær hana senda þegar gengið er frá pöntuninni í netversluninni.
Greiðsla pantana
Hægt að greiða með greiðslukorti,netgíró eða með millifærslu.
Millilfærslur greiðast inn á reikning Íslandsbanki 537-26-009754 Mitto ehf
kt: 570423-1260 og senda kvittun á elensa@elensa.is
ATH! Kaupandi greiðir flutningskostnað samkvæmt verðskrá DROPP.
ATH! Kaupandi greiðir flutningskostnað samkvæmt verðskrá DROPP.
Ekki er í boði að borga á staðnum hjá okkur í Kringlunni fyrir vöru sem pöntuð er á junik.is.
ATH! Kaupandi greiðir flutningskostnað samkvæmt verðskrá Dropps.
Ekki er í boði að borga á staðnum hjá okkur fyrir vöru sem pöntuð er á elensa.is.
Skilaréttur
Skilaréttur er 14 dagar frá útgáfudegi reiknings fyrir vörur sem keyptar eru í verslun Elensa, Kringlan 4-12 og fyrir vörur sem keyptar eru í netverslun elensa.is. Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi. Elensa áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru til baka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Ef vöru er skilað í gegnum póstsendingu ber kaupandi allan kostnað af flutningsgjöldum.(Kvittun fyrir vörukaupum þarf í öllum tilvikum að fylgja með). Þegar vöru er skilað getur kaupandi ýmist skipt vörunni í aðra vöru fyrir sömu upphæð og vörunnar sem skilað var eða fengið inneignarnótu að verðmæti vörunnar sem skilað er. Ef vara er hins vegar á einhvern hátt gölluð borgar Elensa - Mitto ehf sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru.
Vörum sem er skilað skulu sendar til Elensa - Mitto ehf, Kringlan 4-12 , 103 Reykjavík
Trúnaður
Elensa- Mitto ehf heitir kaupanda fullum trúnaði er varðar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í viðskiptum við Elensu - Mitto ehf og verða upplýsingarnar ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega hafðu samband við starfsfólk elensa.is eða með tölvupósti á elensa@elensa.is
Kveðja
Starfsfólk Elensa- Mitto ehf